32. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðja, fimmtudaginn 18. janúar 2024 kl. 09:40


Mætt:

Bjarni Jónsson (BjarnJ) formaður, kl. 09:40
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:40
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:40
Ingibjörg Isaksen (IÓI), kl. 09:40
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 10:30
Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv), kl. 10:30

Njáll Trausti Friðbertsson tók þátt í fundinum með fjarfundabúnaði.

Orri Páll Jóhannsson var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir boðaði forföll.

Nefndarritari: Sigrún Rósa Björnsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:40
Dagskrárlið frestað.

2) 479. mál - Náttúrufræðistofnun Kl. 09:44
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Trausta Baldursson frá Vinum íslenskrar náttúru.

Þá fékk nefndin á sinn fund Maríönnu H. Helgadóttur og Runólf Vigfússon frá Félagi íslenskra náttúrufræðinga.

Einnig fékk nefndin á sinn fund Katrínu Sigurjónsdóttur, Hjálmar Boga Hafliðason og Bergþór Bjarnason frá Norðurþingi, Ragnheiði Jónu Ingimarsdóttur, Jónu Björgu Hlöðversdóttur og Knút Emil Jónsson frá Þingeyjarsveit og Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur frá Samtökum sveitarfélaga & atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE). Gestirnir tóku þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði.

Þá komu á fund nefndar Þorkell Lindberg Þórarinsson og Starri Heiðmarsson frá Samtökum náttúrustofa.

3) Önnur mál Kl. 10:35
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:40